Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir á vef sínum í kvöld að hann muni ekki eftir því að hafa heilsað Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, hvað þá átt fund með honum.

Fyrr í dag var á Vísir.is greint frá efni upp úr bók Jónínu Benediktsdóttur, þar sem fjallað er um meintan fund Jóns Ásgeirs með Birni og Hannesi H. Gissurarsyni árið 2005. Samkvæmt frásögn Vísis virðist sem fundurinn hafi átt að fara fram til að grafa meinta stríðsöxi á milli Baugs og Sjálfstæðisflokksins.

Sem fyrr segir neitar Björn því að hafa nokkurn tímann hitt Jón Ásgeir.

Sjá fréttina á Vísir.is

Sjá vef Björns Bjarnasonar