Ríki heimsins má flokka á þrjá vegu: lönd í kreppu, lönd sem eru að koma út úr kreppu og og þau þar sem hagvöxtur mælist. Þetta segir Mark Carney, sem í sumar tekur við stöðu seðlabankastjóra í Bretlandi af Mervyn King. Hann er nú seðlabankastjóri Kanada.

Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Carney að hann sé að flytjast til kreppuríkis sem sé enn að vinna sig út úr samdráttarskeiði. Hann sagði á fundi sem Reuters-fréttastofan stóð fyrir í Washington í Bandaríkjunum í gær að Bretar megi ekki búast við of miklu í kjölfar þess að nýr maður komi í brúnna í Englandsbanka. Þau tól og tæki sem seðlabankar hafi yfir að ráða séu takmörkunum háð. Þá horfi þeir til langs tíma.

„Hvorki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og kanadíski seðlabankinn geta búið til sjálfbæran hagvöxt. Það er einkageirinn sem leggur grunninn að honum,“ hefur Guardian eftir Carney.