Sigmar Guðbjörnsson, formaður Samtaka sprotafyrirtækja, ráðleggur þeim sem stofna fyrirtæki að vera fleiri saman til að dreifa vinnuálaginu. Hann stofnaði Stjörnu-Odda með eiginkonu sinni og segir álagið hafa verið mikið, því hafi hann komist að eftir á.

Stofnun fyrirtækja var rædd í pallborði á Smáþingi Samtaka atvinnulífsins en þar sem fjallað er um lítil og meðalstór fyrirtæki. Fimm stofnendur fyrirtækja ræddu um á fundinum hvernig þyrfti að breyta rekstrarumhverfinu og hvað þyrfti að bæta.

Í framhaldi af ráðleggingum Sigmars var slegið á létta strengi á fundinum og benti Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku, á að skammstöfunin ehf. stæði fyrir Ekkert helvítis frí.