*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 9. febrúar 2017 10:00

Segir eiginfjárlaust félag með ráðandi hlut

Sigurður Valtýsson gagnrýnir þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að veita Burlington Loan Management leyfi til að fara með ráðandi hlut í Lýsingu hf.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigurður Valtýsson, stjórnarmaður í félaginu Frigus II og fyrrverandi forstjóri Exista, segir margt gagnrýnisvert við sölu á hlut ríkisins í Klakka til félagsins BLM fjárfestinga ehf., sem er í eigu írska vogunarsjóðsins Burlington Loan Management Ltd.

Sigurður segir Jeremy Lowe, talsmann vogunarsjóðsins Burlington Loan Management Ltd., lýsandi dæmi um skuggastjórnanda í Lýsingu hf. „Hann virðist ekki skráður sem starfsmaður eða stjórnarmaður í Burlington Loan Managment, félags sem írsk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af. Þessi stóri vogunarsjóður, sem fer nú með allt hlutafé í Lýsingu í gegnum Klakka, greiddi aðeins 200 Bandaríkjadali í skatta árið 2015. Hann er í eigu svokallaðs góðgerðafélags og virðist ekki eiga sýnilegan endanlegan eiganda. Þá verður ekki betur séð af opinberum gögnum en að eigið fé Burlington Loan Management sé aðeins jafnvirði um 300.000 króna, en efnahagsreikningurinn nálgast 8 milljarða dala. Það þýðir að eiginfjárhlutfall sjóðsins er um 0,000003%. Gengur það upp að félag sem þetta geti farið með allt hlutafé í íslensku fjármálafyrirtæki?“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.