Merki eru um að eignabóla geti farið að myndast á hlutabréfamarkaði hér þar sem mikið fjármagn er að leita fárra fjárfestingarkosta, að sögn Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka. Hann segir í samtali við Fréttablaðið í dag að fjárfestar hafi verið heldur bjartsýnir og verið tilbúnir til að taka aðeins meiri áhættu.

Hann segir m.a. mikla þátttöku í hlutafjárútboðum eiga sér augljósa skýringu í því að fagfjárfestar og almenningur horfa í auknum mæli á þau sem auðvelda leið til að hagnast á stuttum tíma. „Það er heilmikil áhætta fólgin í því að taka þátt í hlutafjárútboðum og ég tala ekki um þegar fólk tekur lán til að taka þátt í þeim.“