Dennis Rodman, fyrrverandi NBA körfuboltamaður, lét vel af veru sinni i Norður Kóreu, en þaðan kom hann nú um helgina. Hann hafði dvalið í nokkra daga hjá Kim Jong-un, einræðisherranum unga.

Þetta er í annað sinn sem Rodman heimsækir Norður Kóreu og kallar hann einræðisherrann vin sinn. Í viðtali við Guardian um helgina, sem CNN fréttastofan vísar til, kallar hann Jong-un vin sinn og segist hafa átt góðar stundir með honum og fjölskyldu hans. Sagði hann meðal annars að Jong-un væri góður pabbi.

Greint var frá því á dögunum að Kim Jong-un væri grunaður um að hafa látið ráða nokkra norður kóreska popptónlistarmenn af dögum. Þar á meðal var fyrrverandi unnusta hans.