Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist fara af fundi forsetans á fund með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Í morgun fékk hann stjórnarmyndunarumboðið líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá.

Næstu skref verða síðan að eiga samtal við formenn annarra flokka, segist hann muni nýta tímann vel en síðan þarf þing að koma saman og það þarf að ganga frá fjárlögum og öðrum málum.

Fer hring með formönnum allra flokkanna

Segir hann að þar sem ljóst sé að ekki dugi að vera með tveggja flokka ríkisstjórn muni hann fara hring næstu daga með formönnum allra flokkanna.

Segir það ekki nógu góð byrjun til að vinna með niðurstöður kosninganna að menn séu að útiloka hverja aðra.

Segir eins manns meirihluta mjög knappan

Segir mikilvægast að vinna að málefnadagskrá næsta þings en ekki horfa á það sem var á dagskrá síðasta þings.

Segir ríkisstjórn með 32 manna meirihluta vera mjög knappan og vísar þá í ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð.

Kemur til greina að þingið grípi inní ákvörðun kjararáðs

Aðspurður um ákvörðun kjararáðs segir hann koma vel til greina að grípa inní ákvörðun kjararáðs. Segist hafa fullan skilning á því að fólki finnist þetta úr öllum takti við þróun launamála í þessu.

Segist hann vilja varanlega lausn og minnir á að hann hafi lagt til frumvarp um breytingar á lögum um kjararáð sem hann segir ná til of margra aðila. Einnig vill hann endurskoða hvað ráðið horfi til.

Þá vill hann að skoðað verði hvort kjararáð eigi að horfa til þeirra sem beri sambærilega ábyrgð líkt og nú sé sagt í lögunum.