„Það eru sex ár frá hruninu. Sú afsökun að við séum að setja höft út af fjármálaáfalli er ekki lengur fyrir hendi. Það er talað um að afnema höftin, en ekkert í okkar gerðum bendir til þess að það sé að fara að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, í samtali við Fréttablaðið .

Hann segir jafnframt að undirbúa þurfi þjóðina fyrir afnám gjaldeyrishafta og mikilvægt sé að stjórnvöld ræði lífið eftir afnámið. „Þú getur ekki afnumið höft nema sleppa krónunni frjálsri og þá mun hún hækka eða lækka, sem getur orsakað verðbólgu. Það þarf ekki mikið gengisfall til að ýta mörgum íslenskum heimilulm út í neikvæða eiginfjárstöðu.“

Ásgeir segir að meginhluti af lánum heimilanna sé verðtryggður. Gengislán og verðtryggð lán séu nokkurn veginn sama lánið og undirbúa þurfi almenning fyrir þetta og einnig stofnanakerfið svo þetta sé pólitískt mögulegt.