Framkvæmdastjóri SA segir ekkert kalla á sérleiðréttingar fyrir flugumferðarstjóra en yfirvinnubann Félags íslenskra flugumferðarstjóra raskaði flugi í síðustu viku. Alþjóðasamtök áætlunarflugfélaga, IATA, hafa lýst yfir áhyggjum af afleiðingum yfirvinnubanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra í samskiptum við ISAVIA.

Kjaraviðræður í hnút

Yfirvinnubannið sem verið hefur í gildi síðan 6. apríl síðastliðinn raskaði flugumferð í síðustu viku.

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við flugumferðarstjóra sé í hnút samkvæmt frétt á mbl.is :

„Það er ekkert sem kallar á einhverjar sérleiðréttingar fyrir þennan hátekjuhóp“ segir hann.