Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri Kópavogsbæjar, segir að skuldir í tengslum við eignarnám á Vatns­enda árið 1999 hafi verið greiddar upp fyrir gjalddaga vegna óhag­stæðra vaxtakjara. Það sé yfirlýst stefna bæjarins að nota lausfé til að greiða upp skuldir. Bærinn ákvað að greiða upp síðustu afborganir af verðtryggðum skuldabréfum vegna eignarnáms á Vatnsenda fyrir gjalddaga. Lánið var greitt upp í desember 2012 en síðasti gjalddagi skuldabréf­anna er ekki fyrr en árið 2015.

Fyrr í þessum mánuði greindi Við­skiptablaðið frá uppgreiðslu Kópa­vogsbæjar á skuldum í tengslum við eignarnám 90,5 hektara lands á Vatnsenda árið 1999. Það ár og árið á eftir var samið við ekkju Magnúsar Hjaltested, föður Þorsteins Hjalte­sted, um 237 milljóna greiðslu vegna eignarnáms Kópavogsbæjar á land­inu. Magnús var ábúandi á Vatnsenda. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að jörðin tilheyrði dánarbúi Sigurð­ar Hjaltested, afa Þorsteins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .