Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar segir að sér sýnist ekki nýjar staðreyndir eða upplýsingar vera í nýrri Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Skýrslan var kynnt í gær.

„Mér sýnist vera margt í niðurstöðunum og túlkun á þeim byggja á dálítilli óskhyggju,“ segir Birgir í samtali við Fréttablaðið . „Túlkunin ber vitni um að menn geri sér væntingar um að það sem óljóst er, varðandi sérúrlausnirnar, falli Íslendinugm  í vil yrði viðræðunum haldið áfram. Sú túlkun virðist eingöngu byggð á óljósum ummælum embættismanna i Brussel og þessar væntingar greina á milli þessarar skýrslu og skýrslu Hagfræðistofnunar,“ segir Birgir.

Skýrsluhöfundar mæta á fund utanríkismálanefndar í dag og kynna skýrsluna.