Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegsráðherra, segir að ekki hafi verið rætt um að setja lög á sjómannaverkfallið innan ríkisstjórnarinnar. Frá þessu er greint í frétt RÚV um málið. Hann vonar jafnframt að það finnist lausn á málinu á næstu dögum.

Haft er eftir Gunnari Braga í fréttinni að hann telur stöðuna alvarlega. Hann vonast til þess að menn nýti helgina til þess að finna út úr þessu. Hann tekur þó einnig fram að ef að verkfallið dregist á langinn þá kynni það að koma upp.