Danski fjárfestirinn Lars Grundtvig kærði til eftirlitsstofunar EFTA (ESA) framkvæmd gjaldeyrishafta á Íslandi og fékk í desember síðastliðnum svar um að ESA myndi loka máli hans þar sem ekki væri séð að Ísland hefði gerst brotlegt við ákvæði EES-samningsins. Fréttablaðið greinir frá málinu.

Nú hefur hann hins vegar vísað málinu til æðstu stofnana Evrópusambandsins. „Sjáum til hvort ráðherraráð Evrópusambandsins, ný framkvæmdastjórn eða þingmenn Evrópuþingsins eru til í að fallast á íslensku leiðina í aðild að innri markaði Evrópu,“ segir Lars í bréfi sem hann skrifaði Oda Helen Sletnes, forseta ESA, nú í byrjun janúar.

Í bréfinu segir hann einnig að ESA hafi ekki tekið tillit til athugasemda um að höft á Íslandi séu í raun algild. Uppboð Seðlabanka Íslands séu gagnslaus vegar fæðar þeirra, lágra upphæða sem í boði séu og óhagstæðs gengis. Þá sé undanþáguleiðin ekki til þar sem öllum umsækjendum sé hafnað.