Norman Lamon fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands segir að upptaka evrunnar hafi stórskaðað Evrópusambandið. Þetta kemur fram í aðsendri grein í breska dagblaðinu Telegraph í morgun.

Lamont segir að fyrstu 40 árin hafi Evrópusambandið aukið efnahagslega hagsæld í álfunni. Fátækari löndin hafi hagnast á lægri tollum og auknum milliríkjaviðskiptum.

Eftir að evran var tekin upp árið 1999 hafi hins vegar hægt mjög á hagvexti. Fátækari löndunum hafi gengið mun verr heldur en ríkari löndunum, eins og Þýskalandi, sem högnuðustu á veikari gjaldmiðli.

Lamont segir að Grikkir, Ítalir og Belgar hefðu aldrei átt að fá taka þátt í evrópska myntsamstarfinu og fá að taka upp evru.

Lamont segir að vegna þess að Grikkir fengu ekki nægar og raunhæfar niðurfellingar á skuldum sínum árið 2010 hafi þurft að koma til innri veikingar í hagkerfinu. Landsframleiðslan féll um 27%, atvinnuleysi fór í 28%, laun lækkuðu um 37%, lífeyrisgreiðslur voru lækkaðar um 48% og opinberum störfum fækkaði um 30%.

Grein Lamont má lesa hér.