Jón Bald­vin var viðmæl­andi Sig­ur­jóns M. Eg­ils­son­ar á Sprengisandi í dag þar sagði hann meðal annars engan gjaldmiðil í sjónmáli fyrir Íslendinga annan en krónuna og engin ráð í stöðunni nema sveigjanlega fastgengisstefnu.

Evrópusambandsaðild ekki í kortunum næstu árin

Jón Baldvin og Sig­ur­jón ræddu m.a. Grikk­lands­málið og veik­leika Evr­ópu­sam­bands­ins, spurður að því hvort þróun mála und­an­far­in miss­eri hefðu breytt af­stöðu hans til Evr­ópu­sam­bands­ins svaraði Jón Baldvin já; hann væri raun­sæj­ismaður í pó­lítik og þrátt fyr­ir að hann væri Evr­óp­us­inni væri ljóst að aðild væri ekki í kort­un­um næstu fimm árin. Hann sagði banda­lagið vera svo upp­tekið af eig­in vand­mál­um og veik­leik­um að það hefði ekki ráðrúm til að taka á móti nýj­um aðild­ar­ríkj­um og þá hefðu Íslend­ing­ar ekki áhuga á inn­göngu.

Jón Bald­vin sagði krón­una ónýta. Hún hefði verið í súr­efniskassa á gjör­gæslu, en að honum lit­ist þó vel á til­lög­ur um lausn fjár­magns­hafta. Hann spurði hins veg­ar að því hvað gerðist næst, krón­an væri aftur að verða of sterk. Hann sagði það and­stætt al­manna­hags­mun­um að búa við mikl­ar sveifl­ur og sagði eng­in önn­ur ráð í stöðunni en sveigj­an­lega fast­geng­is­stefnu, þar sem ríkið, og seðlabank­inn, bæru ábyrgð á geng­inu. Hann varpaði þeirri spurni­ngu fram hvort ríkið réði við þetta hlut­verk og hvort binda bæri krón­una við evr­una, líkt og í Dan­mörku.