Philippe Setbon, forstjóri Groupama Asset Management, segir alþjóðlega fjárfesta ofmeta líkurnar á sigri Le Pen í forsetakosningum Frakka.

Le Pen hefur verið afar gagnrýnin á innflytjendamál og Evruna. Sigur hennar gæti því að öllum líkindum valdið verulega miklum óróleika innan Evrópusambandsins.

Þar sem Groupama telur sigurinn afar ólíklegan, hefur félagið hafið kaup á frönskum verðbréfum. Fyrirtækið telur óvissuna þá einnig vera sérstakt tilefni til frekari kaupa, enda fylgir óvissunni ákvörðunarfælni og er að þeirra mati hægt að gera góð kaup á frönskum mörkuðum.