*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Erlent 28. október 2020 08:36

Segir fjarvinnu hefta sköpunargáfu

Aðalhagfræðingur Englandsbanka telur fjarvinnu starfsmanna frá heimilum sínum draga úr skapandi þankagangi.

Ritstjórn
Englandsbanki.
epa

Fjarvinna frá heimili dregur úr sköpunargáfu starfsmanna og kemur í veg fyrir að þeir upplifi nýja hluti. Þetta segir Andy Haldane, aðalhagfræðingur Englandsbanka (seðlabanki Stóra-Bretlands), að því er BBC greinir frá.

Haldane viðraði þessa skoðun sína í ræðu á dögunum og benti jafnframt á að kórónuveirufaraldurinn hafi endurmótað atvinnulíf, efnahag og velferð fólks. Óljóst væri þó á þessum tímapunkti hvort þessar breytingar væru til hins betra eður ey.

Hann segir það sína upplifun að heimavinna hafi dregið úr skapandi hugsunarhætti og telur að óformlegt spjall milli starfsmanna á vinnustað komi oft að meira gagni en formleg fundahöld.

Stikkorð: Englandsbanki fjarvinna