Umfjöllun fjölmiðla undanfarið um aflandseignir Dorrit Moussaieff hafa ekki haft áhrif á ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að bjóða sig fram til endurkjörs. Þetta kom fram í Hádegisfréttum Bylgjunar.

Það hefur ekki haft nein áhrif á það vegna þess að þegar ég tek ákvarðanir þá tek ég ákvarðanir út frá þeim grundvelli hvernig hlutirnir eru í raun og veru en ekki eftir hasarnum. Og hvað mér finnst í mínu hjarta og í mínum huga, “ sagði Ólafur.

Aðspurður sagði hann málið ekki hafa skaðað forsetaembættið. Ólafur sagðist ekki hafa séð neinn vitnisburð um slíkt. Hann sagði að hann hefði á sínum tíma talið spurningu fréttamanns CNN hafa snúið eingöngu að fjölskyldu sinni á Íslandi.