Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af því hvað forstjóri Sam keppnis eftirlitsins bregst illa við athugasemdum SA við samkeppnislögin og framkvæmd þeirra.

Í aðsendri grein í Fréttablaðinu segir Vilmundur að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, spyrnir fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur sem einungis geti orðið til að seinka nauðsynlegum efnahagsbata og koma í veg fyrir hraðari endurreisn atvinnulífsins. Hann virðist telja sig handhafa hins endanlega sannleika í málinu.

Meðal þeirra breytinga sem SA vilja að gerðar verði er að almennar leiðbeiningar liggi fyrir um hvernig unnt sé að meta hvort fyrirtæki hafi náð markaðsráðandi stöðu. Sjaldnast sé ljóst hvenær því marki sé náð.