*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 18. júlí 2018 15:37

Segir framgöngu Pírata dónaskap

„Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling."

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
Haraldur Guðjónsson

Fyrr í dag sendu Píratar frá sér tilkynningu þess efnis að þeir myndu ekki vera viðstaddir hátíðarhöldin sem nú fara fram á Þingvöllum í tilefni 100 ára fullveldisafmæli Íslands.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gagnrýnir þessa ákvörðun í færslu sem hann ritaði á Facebook. 

„Það er til fólk sem slær reglulega um sig með því að leggja áherslu á lýðræðið. Frelsi hins almenna kjósanda til að koma skoðunum sínum að. Í því samhengi er reglulega rætt um rétt minnihlutans til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif. Í flestum ríkjum er þetta tryggt með almennum, frjálsum kosningum og byggt á fulltrúalýðræði. Það er hins vegar svo að þegar á reynir er eins og þetta sama fólk eigi erfiðast með að virða niðurstöðu þeirra leikreglna sem best tryggja lýðræðislega niðurstöðu. Það hikar ekki við að segja tiltekna rétt kjörna einstaklinga óalandi og óferjandi, jafnvel með öllu óvelkomna og óhæfa til samskipta. Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum." segir í færslunni. 

„Ég deili ekki skoðunum viðkomandi stjórnmálamanns á ýmsum hlutum og hef skilning á því að fólk hafi skoðun á og sé ósammála áherslum hans. En það er óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. Það er yfirlæti og beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu og dönsku þjóðinni," segir Bjarni. 

Hann segir þó mikilvægt að láta daginn í dag ekki snúast um þetta. Dagurinn í dag sé fyrst og fremst lýðræðishátið. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is