Þjóðir heims ættu að íhuga að taka upp efnahagsstjórn að fyrirmynd Norðurlandanna og læra af viðbrögðum þeirra frá fjármála- og efnahagshruninu í byrjun síðasta áratugar í þeirri von að koma í veg fyrir frekari samdrátt.

Þetta sagði Jorma Ollila, stjórnarformaður bæði Nokia og Shell í viðtali við Financial Times (FT)um helgina.

Ollila sagði kapítalisminn á Norðurlöndunum einkenndist af opnum alþjóðlegum hagkerfum í bland við mikil ítök hins opinbera í þeim tilgangi að halda jöfnuði. Þá tryggi þetta líka rétt allra til náms eftir því sem fram kemur í FT.

Þá sagði Ollila að framíð kapítalismans fælist í norðlensku kerfi (sem við hér á Íslandi höfum gjarnan kallað skandinavískt módel). Ollilla sagði að þannig kerfi leyti mikil vandamál og gaf í skyn samkvæmt frétt FT að það væri besta kerfið sem völ væri á.

Blaðið segir álit Ollila hafa mikið vægi þar sem hann sé með áhrifamestu viðskiptamönnum í Evrópu en Olilla hefur verið stjórnarformaður Nokia í um 15 ár. Auk þess er hann sem fyrr segir jafnframt stjórnarformaður Shell.

Sjá frétt Financial Times.