Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur innflutning frá Kína ekki hafa aukist jafn mikið og væntingar stóðu til. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Andrés bendir á að til þess að til þess að fríverslunarsamningurinn skili ábata fyrir þá sem flytja inn frá Kína þurfi varan sem um ræðir að koma beint hingað til lands. Ef varan er tollafgreidd í öðru landi, áður en hún er flutt til Íslands, gilda ákvæði fríverslunarsamningsins ekki.

Hann segir jafnframt að þegar horft er á innflutningstölur þá komi í ljós að engin stökkbreyting hafi orðið í innflutningi frá Kína.