*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 4. janúar 2017 10:10

Segir fullkomna einingu innan BF

Björt Ólafsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir fullkomna einingu innan flokksins um DAC stjórn. Þó eru uppi efasemdarraddir innan Sjálfstæðisflokksins.

Ritstjórn
Björt Ólafsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.

Björt Ólafsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að fullkomin eining ríki innan flokksins varðandi stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja. 

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði að líkurnar á því að mynda stjórn séu komnar vel yfir 88 prósent, en vísar formaðurinn þar í ummæli sín sem hann lét falla í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag þar sem að líkur á því að flokkunum tækist að mynda ríkisstjórn væru 87,5 prósent.

Efasemdaraddir innan Sjálfstæðisflokksins

Morgunblaðið ræddi jafnframt við hóp innanbúðarmanna í Sjálfstæðisflokknum eftir þingflokksfund í Valhöll í gær. Þeir höfðu talsverðar efasemdir um samstarf flokkanna þriggja, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks, en þó er það mat þeirra að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins hafi óskorað vald til þess að mynda slíka stjórn.