Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er afar ósáttur við ný lög um gjaldeyrismál sem samþykkt voru í nótt.

Fram kemur á vef RÚV að Vilhjálmur segir lögin vera hræðileg. Þau verði frekar til þess að minni gjaldeyrir fari til landsins og meiri gjaldeyrir fari út. Svona höft hafi hvergi virkað í heiminum.

Fram kemur í frétt RÚV að Vilhjálmur segir lögin flytja okkur áratugi aftur í tímann. Svona lög ættu ekki að sjást á þessum tíma. Lög um skilaskyldu útflutningsgreina á gjaldeyri hafi ekki sést hér í áratugi og gömul lög um skilaskyldu hafi einmitt verið felld úr gildi því menn gerðu allt til þess að fara framhjá slíkri löggjöf.

Sjá nánar á vef RÚV.