Greiningardeild Landsbankans telur góðu kaup í löngum ríkisbréfum.

Greiningardeildin telur að ávöxtunarkrafa ríkisbréfa muni lækka verulega undir lok ársins, því þá hefst stýrivaxtalækkun, að mati greiningardeildarinnar.

„Krafan á íbúðabréfunum mun haldast lág langt fram á haust en gæti hækkað nokkuð skarpt eftir tvo til þrjá mánuði. Á næsta ári mun hún fara  lækkandi, en við teljum að ávöxtunarkrafa lengri íbúðabréfa haldist þó töluvert hærri en hún er nú,“ segir greiningardeildin.