Almar Halldórsson, verkefnisstjóri PISA hjá Námsmatsstofnun, segir að fækka mætti kennurum um 40% án þess að það kæmi niður á námsárangri nemenda. Almar var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Almar segir bekkjastærðir eða fjölda nemenda á kennara ekki hafa áhrif á árangur þó það hafi eitthvað að segja um þjónustu sem nemendur fá. Hann sagði að með fækkun kennara mætti hækka laun þeirra.

Ólafur Loftsson formaðurFélags grunnskólakennara, sem einnig var gestur þáttarins, sagði þessar hugmydnir ekki í samræmi við íslenskan veruleika.