Svavar Halldórsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í dag dæmdur í annað sinn á einu ári að greiða miskabætur vegna umfjöllun sinnar í fréttatíma Ríkisútvarpsins. Samtals hefur hann þurft að greiða 1,5 milljón króna í bætur og málskostnað.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Svavar þyrfti að greiða Jóni Ásgeiri eina milljón króna í málskostnað vegna fréttar sem birtist þann 6. desember 2010. Ummælin „Jón Ásgeir Jóhannesson“ og „þremenninganna“ í umræddri frétt voru dæmd dauð og ómerk.

Svavar segir á Facebook að fréttin sé sönn og að gögn séu til fyrir öllum efnisatriðum umræddra viðskipta. Hann taldi sig hins vegar ekki geta upplýst um heimildarmenn og sakar Hæstarétt um að láta nota sig í að þagga niður umfjöllun um hrunið.

Ásamt málskostnaði þarf Svavar Halldórsson að greiða Jóni Ásgeiri 300 þúsund krónur í miskabætur.