Um 62 þúsund manns hafa farið á atvinnuleysisskrá frá byrjun árs 2008 til dagsins í dag. Þetta jafngildir því að um þriðjungur vinnandi manna á landinu hafi verið á atvinnuleysisskrá á tímabilinu. Útgreiddar atvinnuleysisbætur hafa numið 120 milljörðum króna á tímabilinu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að tugir milljarða króna hafa runnið til sértækra agerða til að styðja við atvinnulausra.

Runólfur Ágústsson, stjórnarformaður Vinnumálastofununar, segir í samtali við blaðið hátt í 20 þúsund manns hafa nýtt sér vinnumarkaðsúrræði sem í boði eru og með því mildað áhrif kreppunnar. Hann segir engu að síður að þetta hátt hlutfall af fólki á vinnumarkaði sé ótrúlega hátt. Hann bendir á að aðgerðirnar séu skammtímalausnir. Nú ráðist allt af því að hagvöxtur aukist. Komi ekki til fjárfesting og atvinnulífið fari af stað sé hætt við að atvinnuleysi aukist mjög hratt á ný.