Birgir Jakobsson, landlæknir segir að íslenskt heilbrigðiskerfi hafa verið vanfjármagnað um langa hríð. Heilbrigðiskerfið hafi staðið þokkalega um aldamótin en frá árinu 2003, hafi framlög til heilbrigðismála dregist aftur úr í alþjóðlegu samhengi.

Í viðtali í Silfrinu sagði Birgir að ekki væri nóg að setja bara meira fé í heilbrigðiskerfið heldur þyrfti að ráðast í kerfisbreytingar. Hið ríkisrekna fjármögnunarkerfi væri svo lamandi að það leiddi til allt of fárra aðgerða á ákveðnum sviðum. Afleiðingin væri langir biðlistar. Hið einkarekna kerfi væri hins vegar of hvetjandi sem leiddi til að ákveðnar aðgerðir væru framkvæmdar of oft.

Því kallaði landlæknir eftir því að næsta ríkisstjórn hefði þor til þess að taka ákvarðanir sem kynnu að verða óvinsælar hjá ákveðnum hópum.