Árný J. Guðmundsdóttr lögfræðingur fjallaði um skort á lagaheimild í tengslum við stofun og starfsemi Spkef sparisjóðs og mögulegar afleiðingar þess í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Í framhaldi af því gaf Fjármálaráðuneytið út tilkynningu þar sem fram kom að lögum samkvæmt var stofnun Spkef sparisjóðs heimil.

Árný svaraði tilkynningunni á þá vegu að aðeins hálf sagan væri sögð og sagði að aðeins hafi verið vísað hluta lagaákvæðis. Sagði hún "neyðarlögin" svokölluðu veiti eingöngu heimild til stofunanar hlutafélags með starfsleyfi sem viðskiptabanka en ekki sem sparisjóð. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, tók undir með henni. Steingrímur J. Sigfússon hefur nú svarað fyrir fjármálaráðuneytið:

Svar Steingríms

"Það eru alveg fullnægjandi lögheimildir og lögskýringar til staðar til þess að byggja á þær aðgerðir sem gripið var til vegna Sparisjóðs Keflavíkur. Það sem við erum að segja er að í fyrstu málsgrein fyrstu greinar neyðarlaganna er ótvíræð heimild til handa fjármálaráðherra til að stofna fjármálafyrirtæki og það er ekki skilgreint nánar. Það er eðlilegt að líta á það sem svo að ekki skipti máli að hvort þar er um viðskiptabanka eða sparisjóði að ræða þar sem hvoru tveggja er undir," segir Steingrímur í samtali við Mbl .

Þá segir hannr enga takmörkun á þessu að finna í neyðarlögunum og að heimild fjármálaráðherra sé algjörlega ótvíræð í þessum efnum.

Aðspurður hvort Árný og Brynjar séu á villigötum svara Steingrímur játandi. "Já við teljum að þetta sé hafið yfir vafa. Allavega nægilega traust til þess að þessi aðgerð fór fram."