Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, afhjúpaði grímulaust virðingarleysi sitt gagnvart lýðræðinu og viðurkenndi það að valdagræðgi ef hreyfiaflið í pólitískri sýn hans, að sögn Helga Magnússonar, formann Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helgi segir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag heilt efnahagshrun hafa þurfti til að koma Steingrími á ný inn í ríkisstjórn vorið 2009 eftir samfellt 18 ár í stjórnarandstöðu. Þegar það gerðist var hann pólitískt kalinn á hjarta og hefur það sett svip sinn á störf hans.

Nýtt Kvótakerfi
Nýtt Kvótakerfi
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Tilefni skrifa Helga eru viðbrögð Steingríms við stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í síðustu viku.

Helgi segir Steingrim hafa í ræðu sinni skyndilega vikið frá skrifuðum og æfðum texta og opinberað draum sinn um að takast mætti að einangra Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu þingkosningar.

„Þar lýsti hann því að allir flokkar og flokksbrot ættu að taka höndum saman um að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum á næsta kjörtímabili hvað sem það kostaði því flokkurinn þyrfti á enn frekari pólitískri endurhæfingu að halda,“ skrifar Helgi sem bendir á að um þessar mundir sé VG með í kringum 10% fylgi í skoðanakönnunum en Sjálfstæðisflokkurinn með upp undir 40%.

Helgi heldur áfram:

„Vert er að vekja athygli fólks á þeim ófyrirleitnu viðhorfum formanns VG að rétt sé að einangra þann flokk sem langflestir kjósendur vilja [...]. En valdasókn þessa fólks er með þeim hætti að það getur ekki leynt þessum andlýðræðislegu kenndum sínum eins og fram kom þegar Steingrímur J. Sigfússon missti sig í sjónvarpsumnræðunum í síðustu viku.“