Fyrrum forstjóri kauphallarinnar í New York, Dick Grasso, er á því að hlutabréfamarkaðurinn sé ósanngjarn og að endurskoðunar sé þörf.

Grasso var yfir þessari stærstu kauphöll heims á árunum 1995 til 2003, og segir að sú ringulreið sem ríkti á markaðnum í ágúst sýni að hann sé gallaður. Frá þessu greinir Wall Street Journal .

Hann sagði í viðtalinu, sem birt verður síðar í dag, að hraður markaður sé ekki endilega það sama og sanngjarn markaður.

Vísar hann þar í opnun markaðar þann 24. ágúst síðastliðinn, en þar áttu sér miklar sveiflur stað og hefur kauphöllin í New York verið gagnrýnd fyrir það hvernig hún höndlaði hlutabréfaviðskipti þá vikuna.

Þá beindi hann einnig skotum sínum að mismunun á milli kaupenda og sagði að hún ætti sér stað og væri alvarleg.