Rekstur Íbúðalánasjóðs er slæmur kostur fyrir lántakendur því vextir sjóðsins eru þeir hæstu í heimi en afleitur kostur fyrir skattgreiðendur sem þurfa að dæla í hítina tugum milljarða til að halda stofnuninni ofanjarðar. Er þetta meðal þess sem kemur fram í grein Arnars Sigurðssonar, fjárfestis, sem birtist í Viðskiptablaðinu í síðustu viku.

Segir hann að nærtækast væri að loka fyrir ný útlán frá sjóðnum í núverandi mynd og kanna með hvaða hætti lánveitendur tækju á sig hluta af neikvæðri afkomu sjóðsins. Þá kæmi til greina að stofna nýjan heildsölubanka án ríkisábyrgðar sem þjónusta myndi bankastofnanir sem afgreiddu lánin gegn fyrsta veðrétti en framseldu svo veð í útlánasöfnum sínum til hins nýja heildsölubanka.

Greinina í heild sinni má lesa hér .