*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 5. október 2018 11:43

Segir Icesave hafa verið smjörklípu

Björgólfur Thor Björólfsson segir Icesave-málið hafa verið „hentug smjörklípa“.

Ritstjórn
Björgólfur Thor Björgólfsson var einn af aðaleigendum Landsbankans fyrir hrun, ásamt föður sínum, Björgólfi Guðmundssyni.
Aðsend mynd

Björgólfur Thor Björgólfsson segir að á þessum degi fyrir 10 árum hefði hann aldrei trúað því að Icesave yrði „blásið upp í stórkostlega milliríkjadeilu,“. Forsvarsmenn landsbankans hafi enda vitað vel að bankinn ætti nægar eignir til að standa undir Icesave-kröfunum, og hann hafi sagt það skýrt í sjónvarpsviðtali í þeim mánuði. Icesave hafi því verið „hentug smjörklípa“. Þetta kemur fram í pistli sem Björgólfur birtir á vefsíðu sinni í dag.

Björgólfur Thor Björgólfsson segir að forsætisráðherra hafi verið blekktur til að samþykkja lán til Kaupþings, sem orðið hafi til þess að Landsbankinn fékk ekki það lán sem hann þurfti til að færa Icesave-reikninga sína undir breska lögsögu, og standast þannig alþjóðlegu fjármálakreppuna.

Landsbankinn hafi þurft 200 milljón punda lán frá Seðlabankanum til að standast kröfur breska fjármálaeftirlisins til að fá að færa Icesave undir breska lögsögu, en í staðinn hafi allur gjaldeyrisforðinn runnið í „vafasamar björgunaraðgerðir Kaupþingsmanna, þar sem helsta markmiðið var að tryggja stjórnendum bankans, mönnum sem höfðu stýrt skráðu félagi í örfá ár, milljarða í eigin vasa.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is