Blaðamaður breska blaðsins The Guardian skrifaði grein í blaðið í gær, þar sem fram kemur að innlán breskra sparifjáreigenda séu trygg í íslensku bönkunum. Hið svokallaða „UK Financial Services Compensation Scheme“ tryggi þeim endurgreiðslu upp að 35.000 pundum, eða 4,6 milljónum króna, tapist innlánin. Sem kunnugt er hefur birst umfjöllun í breskum miðlum að undanförnu, þar sem fjárhagslegt bolmagn íslensku bankanna hefur verið dregið í efa, en Landsbanki og Kaupþing starfrækja útbreidda innlánastarfsemi í Bretlandi undir nöfnunum Icesave og Kaupthing Edge.

Umfjöllun The Guardian .