Mikil aukning erlendra ferðamanna á Íslandi hefur varla farið framhjá mörgum, en náttúran hefur oft verið talin lykilástæða þess að ferðamenn sækja Ísland heim. Hins vegar hafa núverið aukist tækifæri í menningarstarfsemi í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi. Þar á meðal er hið svokallaða rithöfundaþing eða „Iceland Writers Retreat“ sem haldið var í fyrsta sinn dagana 9-13. apríl.

Rithöfundum var boðið að koma til Íslands og virkja sköpunargáfu sína og vinna að handriti á alþjóðlega rithöfundaþinginu sem haldið var á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Á þessu ári komu margir erlendir rithöfundar fram m.a. Susan Orlean, sem skrifar fyrir tímaritið The New Yorker, ferðasagnahöfundarnir Sara Wheeler og Andrew Evans, Pulitzer verðlaunahafinn Geraldine Brooks, kanadísku rithöfundarnir Joseph Boyden, Randy Boyogada og Ian Reid, auk breska höfundarins James Scudamore. Allir rithöfundarnir héldu ritsmiðjur.

Íslenskir rithöfundar tóku einnig þátt á þinginu, en má þar nefna Sjón, Rögnu Sigurðardóttur, Einar Kárason, og Gerði Kristný.Í grein í The Daily Beast lýsti Adam LeBor upplifun sinni af þinginu og því hvernig stórkostleg náttúra landsins gæti haft jákvæð áhrif á sköpunargáfuna. Einnig lýsti hann mikilli bókmenntaarfleið þjóðarinnar og áhrif hennar á rithöfundana.

Í grein The Daily Beast sagði Erica Green, meðstofnandi Iceland Writers Retreat, að vegna náttúru landsins og ást þjóðarinnar á bókmenntum hafi landið verið tilvalið fyrir rithöfundaþing.

Reykjavíkurborg var útnefnd sem Bókmenntaborg UNESCO í ágúst 2011 og hefur allar götur síðan fengist við að fjölga ferðamennskuþjónustu í kringum bókmenntir í Reykjavík. Næsta Iceland Writers Retreat verður haldið 8-12 apríl á næsta ári en von er um að rithöfundaþingið verði árlegur viðburður.