Íslandi er tifandi tímasprengja í Evrópu, segir Cyrus Sanati pistlahöfundur á viðskiptavef CNN . Hann segir að annað efnahagshrun á Íslandi geti verið í sjónmáli. Það muni auka á ótta meðal fjárfesta og leiða til meiri ótta í Evrópu.

Í pistlinum segir að íslensk yfirvöld hafi ekki gert neitt til þess að fást við efnahagsvanda sinn. Ríkisstjórn og bankar á Íslandi hafi einfaldlega gert það sem þurfti til þess að „fresta sársaukanum, en ekki lækna sjúkdóminn,“ eins og tekið er til orða.

Þar er bent á að höft á fjármagnsflutninga séu enn við lýði. Með því þurfi borgarar og lífeyrissjóðir að einskorða fjárfestingar sínar við Ísland. Íslendingar eigi lika erfitt með að kaupa vörur frá útlöndum og þurfi því að kaupa innlenda framleiðslu. Það skapi einhverskonar gervieftirspurn í hagkerfinu. Vextir hér séu háir

Þá er bent á að landsframleiðsla hafi verið 2,9 prósent árið 2011, en einungis 1,6 prósent á síðasta ári. Landsframleiðslan muni minnka enn meira. Þá séu skuldir Íslendinga miklar, skuldir heimila nemi 109% af landsframleiðslu og skuldir fyrirtækja nemi 170 prósentum af landsframleiðslu.