Uppsveiflan í kjölfar kreppunnar hefur skilað sér í eignabólu í borgríkinu Síngapúr. Aðstæður í hagkerfinu þar líkjast mjög því sem var hér á landi fyrir hrun. Efnahagshrun vofir þar yfir, að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Forbes.

Í umfjöllun um málið á vef Forbes segir að eftir kreppan skall á í Evrópu og í Bandaríkjunum hafi fjármálafólk heimsins flykkst til Síngapúr. Þar er nú 1,8% atvinnuleysi, nóg að gera hjá byggingaverktökum og ráði heimamenn til sín þjónustufólk frá nágrannaríkjunum, s.s. Filipseyjum og Indónesíu.

Greinarhöfundur útskýrir á vef Forbes í löngu máli að aðstæðum í Síngapúr sé eignabólu að kenna og keyri menn þar á lánsfjármagni og uppsprengdri eignabólu sem muni springa með svipuðum hætti og hér.