Íslandspóstur notar ekki tekjur af pósti í einkarétti til að greiða niður þann hluta félagsins sem rekinn er í samkeppni við einkaaðila, enda væri það ólöglegt.

Þetta segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, í skriflegu svari til Viðskiptablaðsins, aðspurður um ofangreint atriði en Viðskiptablaðið hefur á síðustu vikum fjallað með ítarlegum hætti um stóraukin umsvif og fjárfestingar Íslandspósts í flutningaþjónustu í samkeppni við einkaaðila og hækkandi burðargjöld á pósti sem dreift er í einkarétti.

Þá segir Ingimundur að samkvæmt póstlögum beri Íslandspósti sem rekstrarleyfishafa að tryggja að þjónusta fyrirtækisins „þróist í takt við tækni-, hagfræði- og félagslegt umhverfi og þarfir notenda,“ eins og það er orðað í lögunum.

Viðskiptablaðið spurði Ingimund um ummæli hans í ársskýrslum síðustu ára og fjölmiðlum sem öll bera þess merki að félagið ætli sér og sé þegar að sækja inn á nýja markaði, auka starfsemi og bjóða upp á nýja þjónustu.

Nánar er fjallað um málefni Íslandspósts og svör forstjórans í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.