Danski fjárfestirinn Lars Grundtvig sendi fjármálaráðherra bréf í lok október þar sem hann kvaðst furða sig á svari ráðuneytisins um að ekki væri hægt að kæra þangað ákvörðun Seðlabankans um að hafna umsókn hans um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Ætlar hann því að kæra til Umboðsmanns Alþingis verklag hér á landi tengt undanþágum frá gjaldeyrishöftum. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Grundtvig kveðst þurfa undanþágu frá höftunum vegna breytinga á erfðalögum í Danmörku. Í bréfi sínu til fjármálaráðherra bendir hann á að ekki sæmi þjóðinni að „halda áfram að stela eignum“ annarra. Það komi síðar í bakið á mönnum, og Ísland geri sitt ítrasta til að tapa vinum sínum.