„Ég hrífst af mörgum íslenskum fyrirtækjum. Mörg þeirra standa sig mjög vel og eru með alþjóðleg vörumerki,“ segir Magnus Billing, forstjóri kauphallarinnar í Stokkhólmi, í samtali við Morgunblaðið . Segir hann mörg íslensk félög eiga erindi í kauphöllina þar ytra þar sem þau gætu fengið aðgang að alþjóðlegu fjármagni.

„Ég held að þau félög hafi fulla getu til þess að laða að erlent fjármagn á markaði á borð við sænsku kauphöllina. Hér gætu þau einnig átt möguleika á því að finna jafnoka sína sem þau geta borið sig saman við. Slíkt er almennt til þess fallið að auka verðmæti hlutabréfa,“ segir hann.

Hann nefnir Icelandair sérstaklega sem dæmi, og hann hafi verið staddur á landinu þegar félagið birti síðasta ársfjórðungsuppgjör sem hafi sýnt mjög góða afkomu og vöxt.