Peter Doyle einn af reyndustu hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur látið af störfum. Hann gagnrýnir AGS harðlega í bréfi til stjórnarformanns sjóðsins og segir m.a. að þar á bæ skorti leiðtogahæfileika og að Christine Lagarde fyrsti kvenforstjóri sjóðsins valdi alls ekki starfi sínu. Vísir.is greinir frá.

Doyle segist einnig skammast sín fyrir að hafa starfað fyrir sjóðinn. Helsta gagnrýni Doyle, sem starfað hefur sem hagfræðingur hjá sjóðnum í 20 ár, er að stjórn sjóðsins hafi alltof seint varað ráða- og dáðlausa stjórnmálamenn á evrusvæðinu við því í hvað stefndi á svæðinu. Með því hafi íbúarnir í verst settu löndunum á evrusvæðinu þurft að líða miklar þjáningar og að verra sé í vændum.