„Það liggur beint við að þetta styrkir lánasafnið,“ segir Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúaðlánasjóðs, í samtali við Morgunblaðið .

Hann var spurður um áhrif fyrirhugaðra niðurfærslna verðtryggðra íbúðalána á stöðu sjóðsins. Lánasafn Íbúðalánasjóðs er nú um 800 milljarðar að verðmæti og öll lán verðtryggð. Sigurður segist ekki vera reiðubúinn að áætla hversu stór hluti lánasafnsins verður afskrifaður vegna aðgerðanna.

Sigurður segir að sérfræðingar sjóðsins eigi eftir að leggjast yfir tæknilegar hliðar málsins og hvernig framkvæmd niðurfærslunnar verður.