„Stefna bankans er að greiða starfsfólkinu samkeppnishæf kjör án þess þó að þau séu leiðandi en við getum ekki horft framhjá því að við erum á samkeppnismarkaði að þessu leytinu,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Hann er spurður að því í Morgunblaðinu í dag hvort gera eigi betur við starfsfólk í ljósi mikils hagnaðar bankans. Hann svarar að stjórnendur Landsbankans þurfi að gæta að því að greiða samkeppnishæf laun. Hjá því verði ekki litið að bankinn eigi í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir um hæft fólk.

Hagnaður Landsbankans nam 28,8 milljörðum króna á síðasta ári. Á aðalfundi bankans í vikunni var samþykkt að greiða eigendum hans 19,7 milljarða króna í arð. Ríkissjóður fær nær alla arðgreiðsluna en starfsfólk hluta hans.

Þá segir í Morgunblaðinu að launagreiðslur Landsbankans lækkuðu um  7% í fyrra. Hækkun á launasköttum til ríkisins skilar því hins vegar að lækkuðu laun og launatengd gjöld lækkuðu um 4% þegar árið var gert upp.