Laun eru lægri hér en í þeim löndum sem Íslendingar miða sig við, nánast ómögulegt að lifa af einum launatékka og hefur gjaldmiðillinn hér lítið gildi utan landhelginnar. Á sama tíma flytjast Íslendingar aftur heim. Það eru tilfinningaleg rök fremur en annað, að sögn Björgvins Inga Ólafssonar hagfræðing. Hann skrifar grein í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag þar sem hann veltir fyrir sér orðum þeirra Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur, forstjóra Actavis á Íslandi, og Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP.

Björgvin Ingi Ólafsson
Björgvin Ingi Ólafsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Á síðasta Iðnþingi viðruðu þau og fleiri í íslensku viðskiptalífi hafi miklar áhyggjur af stöðu mála hér á landi. Þessu þarf að breyta segir hann:

„Fólk þarf alvöru störf sem skapa alvöru verðmæti til þess að geta fengið alvöru laun sem skapa al­vöru kaupmátt. Fólk þarf líka að fá borgað í alvöru gjaldmiðli sem hef­ur gildi utan landhelginnar. Stjórn­málamennirnir þurfa að búa til um­ hverfi og aðstæður en ekki draga töfralausnir upp úr hattinum sem eiga að plástra brotið kerfi. Auðlind­irnar eiga að styðja hugvitið en ekki koma í stað þess. Stjórnmálamenn­irnir þurfa einfaldlega að byggja upp skýrt einfalt kerfi og leyfa því svo að njóta sín,“ skrifar Björgvin.

Af hverju að flytja heim?

Upplegg greinarinnar er að Björgvin býr með fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum. Hann viji flytja heim. En vinum hans finnist það fáránlegt.

„Af hverju í ósköp­unum ætti ég að vilja koma heim? Eru launin góð? Er veðrið gott? Eru fjölbreytt starfstækifæri í boði? Svarið við öllum framangreindu er nei. Samt komum við heim. Samt koma eiginlega allir Íslendingar heim. Koma heim og búa eitthvað til. Ísland nær að draga fólk heim því taugin er römm. Tilfinningarnar eru sterkar en (efnahagslegu) rök­in eru fábrotin. Frá sjónarhorni fjölskyldumannsins er Ísland auðvitað frábært. Við höfum náttúruna, frið­inn, fjölskylduna, vinina og einfald­leika íslensks samfélags – allt hitt er svo einhvern veginn hálf glatað,“ skrifar Björgvin og kemst að þeirri niðurstöðu að líklega sé best að búa á Íslandi en vinna erlendis.

Grein Björgvins má nálgast hér .