Forstjóri samskiptasíðunnar LinkedIn, sem er gert að tengja saman atvinnuleitendur og atvinnuveitendur, fullyrðir að viðskiptalíkan fyrirtækisins geri vefsíðuna öðruvísi en síður keppinauta. Jeff Weiner, forstjóri félagsins, segir í samtali við CNBC fréttastofu að í efnahagslægðinni leiti aðilar í auknum mæli til LinkedIn.

Ólíkt Facebook og fleiri samskiptavefjafyrirtækjum hafa hlutabréf í LinkedIn nærri tvöfaldast frá því að félagið var skáð á markað í maí 2011. Verð á hlut síðastliðinn föstudag var 108,51 dollarar en var 45 dollarar við skráningu. Eins og kunnugt er hefur saga Facebook verið önnur, en bréf í félaginu hafa hríðlækkað frá skráningu á markað.