Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að bankakerfið þar í landi sé mun sterkara en fyrir fjármálakrísuna 2008. Þetta sagði hún í viðtali við hagfræðinginn Nicholas Stern. Spáir Yellen því jafnframt að önnur fjármálakrísa í líkingu við krísuna sem átti sér stað árið 2008 muni ekki eiga sér stað „á okkar líftíma"

Sagði Yellen að seðlabankinn hefði lært sína lexíu af síðustu fjármálakrísu og hafi tekist að skapa stöðugleika í bankakerfinu. Bankar í Bandaríkjunum stóðust í síðustu viku fyrsta skerf álagsprófa seðlabankans sem kannaði hvernig bankar myndu standa við aðstæður eins og 10% atvinnuleysi og aukinn óróa á fasteignamarkaði og í skuldsetningu fyrirtækja.

„Ég held að almenningur geti séð að fjármagnsstaða stærstu bankanna sé mun sterkari í ár en hún hefur verið. Allir þessir banka stóðust megindlega þátt álagsprófana," sagði Yellen.