FVH Fundur 05.10.10
FVH Fundur 05.10.10
© BIG (VB MYND/BIG)
Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, tekur undir með Árnýu J. Guðmundsdóttur lögfræðingi sem fjallaði um skort á lagaheimild í tengslum við stofun og starfsemi Spkef sparisjóðs og mögulegar afleiðingar þess í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Þar segir hún að samkvæmt "neyðarlögum" hafa eingöngu verið heimild til að stofna hlutafélag með starfsleyfi sem viðskiptabanki en ekki sem sparisjóð.

"Ég held að þessi lögjöfnun sé ekki tæk. Sparisjóður er allt annað fyrirbæri en viðskiptabanki. Það er ýmislegt í lögum og reglum sem er öðruvísi hvað sparisjóði varðar en viðskiptabanka. Ef til stendur að beita lögjöfnun þarf augljóslega að vera um sambærileg fyrirbæri að ræða. Mér sýnist þetta vera eins og hver önnur lögleysa," segir Brynjar í Morgunblaðinu í dag.

Fjáramálráðneytið gaf út tilkynningu í gær þar sem fram kom að samkvæmt lögum var stofnun Spkef sparisjóðs heimil. Þar sagði að fjármálaráðherra hefði heimild til þess að stofna nýtt fjármálafyrirtæki til þess að taka yfir reksturs annars fjármálafyrirtækis sem komið er í þá stöðu að það getur ekki lengur starfað. Hugtakið fjármálafyrirtæki er ekki bundið við tiltekið félagaform, en samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki geta fjármálafyrirtæki verið annað hvort hlutafélög eða sparisjóðir.

Í framhaldi af því sagði Árný að aðeins hefði hálf sagan verið sögð þar sem aðeins var vísað í hluta lagaákvæðisins.