© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Rammagerðin hefur brugðist við tilmælum Neytendastofu vegna verðmerkinga, segir Lovísa Óladótir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

VB.is greindi frá því í gær að Neytendastofa myndi hugsanlega sekta fimm fyrirtæki vegna þess að ekki hafði veirð brugðist við ábendinum um verðmerkingar. Auk Rammagerðarinnar voru það Púkinn 101, Kassetta, Couture og Nordic store.

Lovísa segir að það sé löngu búið að bregðast við umræddum ábendingum og furðar sig á því að fréttir þessa efnis séu að birtast núna. Hún segir að starfsmenn séu í óðaönn að undirbúa jólaverslunina. „Jólasveinninn verður kominn í Rammagerðina í næstu viku,“ segir hún.