Ef stefndi í einkamáli mætir fyrir dóm þegar mál gegn honum er þingfest breytir engu þótt galli hafi verið á birtingu stefnunnar, segir Sigurður Tómas Magnússon, lagaprófessor við HÍ. Í síðustu viku greindi vb.is frá því að Sigurjón Þ. Árnason krefðist frávísunar máls slitastjórnar Landsbankans gegn sér vegna fyrningar, en hann telur að stefna hafi ekki verið rétt birt fyrir honum áður en fyrningarfrestur rann út.

„Þetta getur ekki verið skýrara í einkamálalögunum,“ segir Sigurður Tómas. Sigurður segir að ef Sigurjón ætlaði að bera fyrir sig rangri birtingu stefnu í frávísunarmáli hefði hann ekki átt að mæta í þingfestingu málsins. „Það er í raun furðulegt að lögmaður færi fram þessar varnir í málinu,“ segir Sigurður Tómas.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .